Gerður Kristný nýtur aðdáunar fyrir orðsnilld sína langt út fyrir landsteinana og við ljóð hennar hafa innlendir og erlendir listamenn samið tón- og leikverk. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Jarðljós er tíunda ljóðabók hennar en sú fyrsta, Ísfrétt, kom út fyrir réttum þrjátíu árum.
Jarðljós
6.995 kr.
Á lager