Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans er viðfangsefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis í þessari bók. Sigurður fæddist í lok 18. aldar. Hann var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar.
Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans er viðfangsefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis í þessari bók. Sigurður fæddist í lok 18. aldar í Rifgirðingum í mynni Hvammsfjarðar. Hann var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar. Drykkjuskapur og kæruleysi spilltu þó mjög fyrir skáldinu.
Hann lenti í útistöðum við réttvísina vegna tvíkvænismáls sem lagði að lokum líf hans í rúst. Helsti andstæðingur Sigurðar var þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson sem réðist harkalega gegn honum í Fjölni. Örlög Sigurðar og Jónasar eru samofin. Báðir voru þeir undrabörn í skáldskap en dóu úr alkóhólisma og vesaldómi á besta aldri.