Kortabók Máls og menningar er sniðin að þörfum þeirra sem ferðast um Ísland. Hún inniheldur 60 ný kort í mælikvarðanum 1:300 000, með einstöku útliti Íslandsatlass Máls og menningar. Gott yfirgrip er á milli allra kortanna, sem gerir notkun bókarinnar mjög þægilega. Einnig eru í bókinni 40 ómissandi kort af höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlisstöðum, auk upplýsinga um söfn, sundlaugar, tjaldsvæði og golfvelli. Aftast er ítarleg nafnaskrá. Kortabók Máls og menningar var útnefnd besta kortabók heims á alþjóðlegri kortasýningu og hefur ávallt verið vinsælasta kortabókin á Íslandi.
Kortabók 2024-2026
4.195 kr.
Lítið magn á lager