Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar. Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann miðlað þessari reynslu til fólks um víða veröld.
Eckhart Tolle er nú einn eftirsóttasti andlegi fræðari heims.
Metsölubækur Eckharts Tolle, Krafturinn í núinu og Ný jörð, eru almennt álitnar tvær áhrifamestu bækur um andleg málefni á okkar tímum.