Hver í ósköpunum felur nálar í ávöxtum sem eru til sölu og í hvaða tilgangi? Við þá ráðgátu glímir rannsóknarlögreglukonan Soffía en fær ekki mikla aðstoð á vinnustaðnum sem er hálflamaður vegna Covid-19. Fyrrverandi eiginmaður hennar, sálfræðingurinn Adam, hefur áður aðstoðað lögregluna við úrlausn flókinna glæpamála en nú ræður hún hann sem sálfræðilegan ráðgjafa. Saman rannsaka hjónin fyrrverandi hverja vísbendinguna á fætur annarri, þó að Adam kysi heldur að vera heima að sinna sínum málum, faglegum og persónulegum.
Jónína Leósdóttir hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar, meðal annars glæpasögurnar um eftirlaunakonuna Eddu á Birkimelnum. Hér heldur hún áfram að flétta snjallar ráðgátur með leiftrandi skemmtilegt fólk og flókin persónuleg úrlausnarefni í forgrunni