Lík norskrar konu finnst undir sjávarhömrum í Ástralíu og allt bendir til að hún hafi verið myrt. Norsk yfirvöld senda ungan lögreglumann þvert yfir hnöttinn til að vera lögreglunni í Sydney innan handar við rannsókn málsins. Sá heitir Harry Hole. Hann velst ekki til fararinnar vegna þess að hann sé svo hátt skrifaður á heimaslóðum, heldur glímir hann þvert á móti við áfengisvanda og hefur nýlega orðið valdur að hræðilegu slysi í starfi. Hann á að láta sig hverfa um stund, fylgjast með, gera eins og honum er sagt. En Harry er síður en svo eiginlegt að halda sig á hliðarlínunni og fyrr en varir á morðrannsóknin hug hans allan. Sem og Birgitta, vinkona hinnar látnu.
Leðurblakan er fyrsta bókin sem Jo Nesbø skrifaði um Harry Hole og hún sló eftirminnilega í gegn þegar hún kom út árið 1997. Bókin var valin besta norska glæpasaga ársins og færði höfundinum Norrænu glæpasagnaverðlaunin. Jo Nesbø er í hópi vinsælustu glæpasagnahöfunda heims.
Ævar Örn Jósepsson þýddi.