Fjögur ungmenni rannsaka dularfullan dauða lærimeistara síns. Þeim er öllum gefin skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu – eða gat órað fyrir – og vilji þeirra til að sættast við krafta sína og læra að beita þeim skiptir sköpum í viðureigninni við djöflana sem ógna tilveru okkar allra.
Ólafur Gunnar Guðlaugsson bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2021 með LJÓSBERA, fyrsta bindinu í þríleiknum um SÍÐASTA SEIÐSKRATTANN. Ólafur hefur áður sent frá sér geysivinsælar barnabækur og leikrit um Benedikt búálf en LJÓSBERI er fyrsta skáldsaga hans fyrir eldri lesendur.