Sölvi Sveinsson er lesendum að góðu kunnur fyrir margvísleg ritverk sín, endurminningar, ferðapistla og skrif um íslenskt mál. Í Lögum unga fólksins kveður hins vegar við nokkuð annan tón þar sem hin skáldlega æð fær útrás í hnyttnum smásögum sem þó snerta einnig á alvörumálum. Fortíðin er ekki langt undan, síðasta lag fyrir fréttir ómar úr gömlu Telefunken-útvarpstæki, fólk sýður bjúgu og hangikjöt; stöku menn halda kindur í fjárkofa heima við hús sín í bænum …
Lög unga fólksins
3.395 kr.
Ekki til á lager