Manndómur er kraftmikið og áleitið verk um uppvöxt drengs til manns, um ást og sorg og það að sættast við sjálfan sig.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (f. 1991) hefur birt sögur og ljóð í bókum og tímaritum og sent frá sér tvær ljóðabækur, Drauma á þvottasnúru (2016) og Gangverk (2019), en fyrir þá síðari hlaut hann Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þorvaldur hefur lokið prófi af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og í ritlist frá Háskóla Íslands og starfar sem menningarblaðamaður á Fréttablaðinu.