Þessi bók hefur að geyma úrval ljósmynda Brynjólfs G. Brynjólfssonar frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, sem hann tók á Bakkanum á árunum 1958–73, þegar hann var unglingur og ungur maður. Auk þess að varðveita minningu fólksins sem setti svip á Eyrarbakka á þessum árum, gefa myndirnar einstaka innsýn í horfið samfélag erfiðisfólks í þorpinu, sjómanna, bænda og verkafólks, í þann mund sem véltækni og iðnaður nútímans var að ná þar fótfestu.
Mannlífsmyndir frá Eyrarbakka / Life in
7.695 kr.
Á lager