Þessi marglofaða bók geymir afhjúpandi frásögn af endurreisn KGB, rússnesku leyniþjónustunnar, valdatöku Pútíns og hvernig illa fengið rússneskt fé hefur grafið undan Vesturlöndum. Höfundur bókarinnar er fyrrverandi fréttaritari Financial Times í Moskvu og rannsóknarblaðamaður.
Með leynilegum viðtölum við marga úr innsta hring ráðamanna í Rússlandi dregur Catherine Belton upp sannferðuga mynd af því hvernig Pútín og menn hans hreiðruðu um sig – náðu tökum á stórum einkafyrirtækjum, stjórnuðu atvinnulífinu í eigin þágu, sópuðu til sín billjónum, máðu út mörk milli glæpahringa og pólitísks valds, þögguðu niður í andstæðingum og notuðu auð sinn og völd til að auka áhrif sín á Vesturlöndum.
„Meistaraverk … Bók ársins!“ New Statesman
„Framúrskarandi“ – Sunday Times
„Það er allt fullt af bókum um Rússlands samtímans … Bók Beltons tekur þeim öllum fram … Besta og mikilvægasta bókin um Rússland Pútíns … Hrollvekjandi lestur.“ – The Times
„Vægðarlaus og sannfærandi. Maður verður gersamlega agndofa af sumu sem sagt er frá … Þetta er frábær bók.“ – Observer
„Óttalaus og hrífandi lýsing … Stundum er eins og maður sé að lesa skáldsögu eftir John le Carré … Algert brautryðjandaverk, nákvæm og vandvirk rannsókn þar sem valdaklíka Pútíns er krufin.“ – Guardian
„Bók sem allir verða að lesa.“ Sunday Times