Samkenndarprófið er byltingarkennd tækni. Rannsóknir staðfesta marktæka fylgni milli andsamfélagslegrar hegðunar og að mælast undir lágmarksviðmiðum þess. Einstaklingum býðst að taka prófið og merkja sig í kjölfarið í opinberan kladda Sálfræðingafélags Íslands til að sýna samfélaginu fram á að þeim sé treystandi. Ráðafólk hefur þurft að merkja sig, hvert fyrirtækið á fætur öðru kýs að merkja sig og ný hverfi rísa þar sem ómerktum er meinaður aðgangur. Íslenska þjóðin er klofin; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag. Aðalpersónur sögunnar, Vetur, Eyja, Óli og Tristan, hafa öll þurft að laga sig að nýjum siðferðisgrundvelli og fram undan er þjóðaratkvæðagreiðsla sem sker úr um hvort merkingar – skylda verði bundin í lög.
FRÍÐA ÍSBERG gat sér góðan orðstír fyrir ljóðabækurnar Slitförin og Leðurjakkaveður, og smásagnasafnið Kláða sem tilnefnt var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd.
FRÍÐA ÍSBERG er fædd árið 1992. Fyrir frumraun sína, ljóðabókina Slitförin, hlaut hún Bókmenntaverðlaun bóksala og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Smásagnasafnið Kláði hlaut einnig Fjöruverðlaunatilnefningu en var jafnframt tilnefnt fyrir Íslands hönd til Bók – menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fríða er ein Svikaskálda sem sent hafa frá sér skáldsöguna Olíu og þrjú ljóðasöfn. Merking er fyrsta skáldsaga hennar.