Hver slær hendinni á móti fimmtíu milljónum? Ekki hún Stella Blómkvist, sem tekur svellköld að sér að rannsaka morðið á syni umdeilds útrásarvíkings. Dóttir annars verðbréfaspaða leitar líka til hennar með dularfull bréf frá föður sínum sem lést níu árum fyrr. Og áður en varir er stjörnulögmaðurinn sígraði kominn á bólakaf í vafasamar viðskiptafléttur, svik og leyndarmál frá árunum fyrir hrun.
Morðið við Huldukletta er tólfta bókin um tannhvassa tálkvendið Stellu sem tekst óhrædd á við hættulegt og valdamikið fólk – jafnt sem unaðslegar áskoranir í einkalífinu.
„… skemmtileg, orðheppin, stuðar mann og annan … Sannkölluð ofurkona.“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðið (um Morðin í Háskólabíó)
„Tvöfalda Stellu, takk.“ Friðrika Benónýs, Morgunblaðið (um Morðið í Drekkingarhyl)