Gutti er enn innsti koppur í búri í Rumpinum, samfélagsmiðstöðinni í gömlu nærbuxnaverksmiðjunni, en Ólína vinkona hans er orðin aðalstjarnan í íþróttaliði bæjarins og hugsar ekki um annað en keppnisferðina til Abú Dabí. Þess vegna þarf Gutti að glíma við það aleinn þegar vélmennið BlúnduRASS 3000 – öðru nafni Rasmus – gengur af göf lunum, einmitt þegar von er á konungbornum gesti til Brókarenda.
Nærbuxnavélmennið er sjálfstætt framhald Nærbuxnaverksmiðjunnar og Nærbuxnanjósnaranna sem tilnefnd var til Íslensku bókmennta – verðlaunanna. Sprenghlægilegur bókaflokkur eftir Arndísi Þórarinsdóttur með myndum eftir Sigmund Breiðfjörð Þorgeirsson.