Sölvi sagtanni er mjög áhugasamur um ókannað svæði bak við háu fjöllin í norðri. Hvað skyldi vera þar? Gauti grameðla heldur því fram að þar leynist kjötætugras, draugaslöngur, krókódílaflugur, vampíruhákarlar og jafnvel … hugsanlega … kannski … SKRÍMSLAEÐLUR! Sölvi lokkar hann með sér í ferðalag og Nanna nashyrningseðla slæst í hópinn – sem betur fer!
Sögurnar um Risaeðlugengið eru krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr