Rottueyjan og fleiri sögur geymir fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir norska krimmakónginn Jo Nesbø.
Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig. Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og í samfélagi þar sem allt er úr skorðum gengið togast grimmd og gæska sífellt á í sálarlífi þeirra. En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn virðist skefjalaus fær vonin að lifa – vonin um að mennskan sé þrátt fyrir allt seigasta aflið.
Jo Nesbø er einkar snjall höfundur og heimsþekktur, ekki síst fyrir glæpasögurnar um Harry Hole sem allar hafa komið út á íslensku. Nesbø er langvinsælastur norskra höfunda fyrr og síðar og bækur hans hafa selst í yfir 50 milljónum eintaka um allan heim.
Bjarni Gunnarsson þýðir.