„Saga: Tímariti Sögufélags kemur út vor og haust og efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Þrjár ritrýndar greinar eru í heftinu. Hrafnkell Lárusson rýnir í þá sögu skoðun að íslensk alþýða um aldamótin 1900 hafi staðið sameinuð að baki stjórnmálamönnunum sem leiddu baráttuna fyrir sjálfstæði landsins
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um systkinin Steinunni Thorsteinsson og Harald Hamar í ljósi hinsegin sögu. Þau voru bæði þekkt nöfn í menningarlífi Reykjavíkur á sínum tíma en þeirra er minnst þeirra með gjörólíkum hætti.
Árni Daníel Júlíusson skrifar um hjáleigubyggð á miðöldum, umfang hennar og útbreiðslu þar sem drengur fram fyllri mynd af umfangi byggðar á Íslandi fyrir siðaskipti.
Forsíðumyndagrein Guðmundar J. Guðmundssonar fjallar um sögulega forsíðumynd ritsins og „nokkuð áreiðanlega elsta ljósmynd sem tekin hefur verið á Íslandi“ að sögn höfundar.
Álitamál Sögu eru helguð söguritun um pólitískt andóf og grasrótarhreyf ingar á Íslandi og varðveislu heimilda um þá sögu. Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvenna sögusafns Íslands, Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, og sagnfræðingarnir Stefán Pálsson og Pontus Järvstad skrifa pistla um efnið.
Í heftinum er þáttur um skemmtilegt skjal og þar skrifar Sigríði Jónsdóttur grein um vinnuhandrit Helga Skúlasonar leikstjóra fyrir uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Stólunum eftir Eugène Ionesco árið 1961 og vekur athygli lesenda á þeim fjársjóði heimilda sem leynist innan Leikminjasafnsins.
Í heftinu er einnig hægt að finna viðhorfsgrein eftir Guðmund J. Guðmundsson um embættismannafundinn 1839.
Jafnframt eru í heftinu sjö ritdómar um nýleg sagnfræðiverk. Ritstjórar Sögu eru Kirstín Svava Tómarsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson.“
Saga. Tímarit Sögufélagsins LXII:2 2024
5.195 kr.
Á lager
- Höfundur: .
- Útgáfa: 1
- Útgáfuár: 2024
- Útgefandi: SOGUFELAG1
- SKU: 1120000111410