„Sagði mamma eftir bandaríska skáldið Hal Sirowitz er óvenjulegt og gáskafullt ljóðasafn þar sem hversdagsleg heilræði eru sett í broslegt samhengi. Efnið kemur kunnuglega fyrir sjónir því margt er líkt með mæðrum og sonum hvar sem er í heiminum. Ást og umhyggja eru auðvitað af hinu góða, en stundum virðist samt of langt gengið.
Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2001, hlaut rífandi viðtökur og hefur tvívegis verið endurútgefin. Ljóð höfundarins hafa ratað víða og bækur hans átt miklum vinsældum að fagna bæði í heimalandinu og annars staðar, ekki síst á Norðurlöndum.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði“
Sagði mamma
2.995 kr.
Ekki til á lager