Hér er sagt frá minnisstæðum atburðum í lífi miðaldra karls sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hvort sem er af starfsleyfislausri loðfeldaverkun, ótta við að upp komist misferli á miðilsfundi, innbrotum erlendis, ógleymanlegri brúðkaupsferð, fegurðarsamkeppnum og fjöldamorðingjum, eltihrellum og erfidrykkjum. Nytjastuldur á embættisbifreið forsetaembættisins kemur við sögu, sem og gisting með gelískum sniglum og snjáldurmúsum í ævafornum kastala. Og margt fleira. Allt er þetta tíundað af mikilli nákvæmni og smásmygli svo úr verður brotakennd en lifandi mynd af ævi einhvers helvítis karls í Mosfellsbæ.
Sannar sögur af einhverjum helvítiskalli í Mosfellsbæ
5.095 kr.
Lítið magn á lager