Þeim sem södd eru af sólskini bjóðast nú kjaftshögg í kílóavís.
Gestur Eilífsson og hans fólk hefur fengið inni í gömlum torfbæ á Eyrinni í Segulfirði.
Síldarsumrin velta fram fyrir tilstilli Norðmanna með tilheyrandi ringulreið en söguhetjunni þykir nútíminn arka og hægt. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár og lífið basl, en þó ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. Og kotungurinn eygir loks leið til betra lífs þegar stórhuga framtíðarmenn vilj kaupa gömlu Skriðujörðina.
Hallgrímur Helgason heldur hér áfram að lýsa furðuríku ferðalagi Íslendinga út úr myrkum torfgöngum inn í raflýstar stofur. Lesandinn er hrifinn með í dans á síldarpalli, í ólgandi takti sem dunar í huganum að lestri loknum því enn á ný hefur Hallgrími tekist að kveða dýran óð úr örlögum fátæks fólks við ysta haf.
Sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini.