Kæri lesandi.
ÞÚ (sem hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt) veist að fjölskyldan mín er svo klikkað lið að ég þarf alltaf að reyna að breyta þeim. En núna reyndu ALLIR að breyta MÉR. Sem er fáránlegt af því að ég er FULLKOMIN. Já … fyrir utan að ég er orðin eineygð … og get aldrei framar ge… eða sko … neibb! Ég segi ekki meira!
Sjáumst á Ólympíuleikunum. Eða ekki.
Þín Stella.
Allir krakkar á Íslandi þekkja Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar: Mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar, börnin fimm og nojaða nágrannann. Nú stefnir Stella á Ólympíuleikana en allt sem getur klikkað, klikkar. Og hvernig í veröldinni á hún þá að vera eiturhress og peppuð? Hrikalega fyndin saga, með drama að hætti Stellu Erlings.