Heillandi skáldsaga um tólf karlmenn og regnvotan maídag í lífi þeirra. Atvik dagsins og lífssögur þeirra vindast og bindast saman svo úr verður litríkur vefur umleikinn tónlist og trega.
Þetta eru ólíkir menn á ýmsum aldri. Þeir eru feður, synir og bræður, vinir, eiginmenn og elskhugar. Þeir eru hrjúfir og blíðir, einrænir og félagslyndir, skapandi og hugsandi og hummandi og reiknandi. Lífið hefur farið um þá höndum og mótað úr þeim menn.
Synir himnasmiðs er fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug, sagnasveigur eins og Valeyrarvalsinn frá 2011 sem var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur komið út víða erlendis.
Synir himnasmiðs
7.495 kr.
Lítið magn á lager