Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni er hún loksins frjáls, stýrir búinu eftir eigin hyggjuviti og nýtur þess að ráða sér sjálf.
Þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma áttar Bergþóra sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.
Þegar sannleikurinn sefur er leyndardómsfull glæpasaga þar sem dregin er upp ljóslifandi mynd af samfélagi sem markað er af skelfilegu mannfallinu í Stórubólu, flækjukenndu réttarfari 18. aldar og siðferðisfjötrum Stóradóms. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra handbærra sönnunargagna en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings.
Nanna Rögnvaldardóttir sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Völskunni, en hún hlaut fádæma viðtökur lesenda og einróma lof. Áður hafði Nanna skrifað fjölda bóka um matargerð og matarsögu.
Þegar sannleikurinn sefur
7.495 kr.
Lítið magn á lager
- Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
- Útgáfa: 1
- Útgáfuár: 2024
- Útgefandi: IDUNN1
- ISBN: 9789979106005