Hér segir frá nokkrum af snjöllustu vísindamönnum 20. aldar, lífi þeirra, þráhyggju, hugarórum og rannsóknum, ásamt ófyrirséðum afleiðingum uppgötvana þeirra .
Þegar Fritz Haber vann að framleiðslu hins öfluga skordýraeiturs Zyklon hvarflaði ekki að honum að nasistar myndu nota það nokkrum árum síðar til að drepa ættingja hans og milljónir annarra gyðinga í gasklefunum. Eðlis-og stjörnufræðingurinn Karl Schwarzschild varð fyrstur manna til að leysa jöfnur Einsteins um almennu afstæðiskenninguna en fylltist skelfingu þegar hann uppgötvaði óhugnaðinn sem hún sagði fyrir um. Skammtafræðin og óvissulögmál Heisenbergs kipptu stoðunum undan hefðbundinni eðlisfræði, umturnuðu heimsmyndinni og opnuðu dyr að svo örum tæknilegum breytingum að við erum hætt að skilja heiminn.
Þegar við hættum að skilja heiminn- skáldsaga byggð á heimildum
4.195 kr.
Á lager