Garðurinn okkar er mjög venjulegur garður. Við þekkjum hann eins og lófann á okkur! Eða það héldum við … allt þar til við rákumst á hana. Dældina.
Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar.
Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hlaut Norðurlandaráðsverðlaunin árið 2023 fyrir bókina Eldgos.
Tjörnin
4.495 kr.
Ekki til á lager
- Höfundur: Rán Flygenring
- Útgáfa: 1
- Útgáfuár: 2024
- Útgefandi: ANGÚSTÚRA
- ISBN: 9789935523884