Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur og að skrítni gamli maðurinn sem auglýsti er í raun að leita að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók. Auðvitað trúir Lúsí ekki tali hans um háleynileg hráefni eins og drekahjörtu (mjög lík tómötum) og varúlfahráka (mjög áþekktur venjulegu hunangi). Þrátt fyrir það ákveður hún að prófa nokkrar uppskriftirnar, eins og til dæmis hjartasósuna, þótt hún sé samt ekki beint skotin í Marvin – eins og allar hinar stelpurnar – en það sakar varla að prófa?
Uppskrift að klikkun. Hjartasósa, hafgúuheilar & gvakamóri við leiðindum hlaut hin virtu Þýsku ungmennabókaverðlaun og Bókmenntaverðlaun Hamborgar.
Wie der Wahnsinn mir die Welt erklärte, Dita Zipfel og Rán Flygenring
Jón St. Kristjánsson þýddi, 2022