Þessi ljóðabók, Urð, er hugarfóstur Hjördísar Kvaran Einarsdóttur, íslenskufræðings og kennara. Hún hefur ort ljóð síðan hún var ung stúlka í menntaskóla en fá þeirra hafa birst áður opinberlega. Í bókinni er að finna ljóð sem voru samin á um þrjátíu ára tímabili. Hægt er að lesa þau sjálfstætt en saman segja þau þó sögu ef vel er að gáð. Bókin skiptist þar að auki í þrjá hluta sem hver fyrir sig er sjálfstæður um leið og hann er hluti af heild. Þessir hlutar heita Enginn, Ræður, För. Yrkisefnið er lífið sjálft í allri sinni fegurð og grimmd og segir um leið sögu átaka, uppgjörs og þroska.
Bókin er ríkulega myndskreytt af Pétri Baldvinssyni myndlistarmanni.