Þýðandi Ásmundur Helgason
Hefur ÞÚ einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Mamma hans var að giftast vampíru. Pabbi hans keyrir um á risastóru klósetti. Kettinum hans hefur verið rænt, líklega af geimverum.
Á fyrsta deginum í nýjum skóla leggur ömurlegt kvikindi hann í einelti. Núna hangir hann fram af tíu metra háu dýfingabretti fyrir framan allan bekkinn, í engu nema heklaðri sundskýlu sem er að rakna upp!
Og það er bara … mánudagur!