Það er alveg sérstakt með hana Lottu litlu á Skarkalagötu, hún getur næstum allt. Stundum skellur hurð nærri hælum, eins og þegar Bangsi lenti í ruslatunnunni – en Lotta leysir úr öllu. Þegar Jónas og Mía María eru miður sín yfir því að öll jólatré í bænum séu uppseld, þá bara gengur Lotta í málið. Og bjargar auðvitað jólunum!
Víst getur Lotta næstum allt eftir Astrid Lindgren er loks fáanleg að nýju. Litríkar og töfrandi myndir Ilon Wikland sýna heillandi hversdag Skarkalagötunnar og sagan um stúlkuna Lottu sem hefur óbilandi trú á eigin getu er bæði hjartastyrkjandi og skemmtileg.