Í þessu fjórða bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1733-1741. Málin sem komu fyrir réttinn voru að venju af ýmsum toga en undirliggjandi í mörgum þeirra eru ásakanir um afglöp eða yfirgang sýslumanna í starfi. Í sumum tilfellum lá áralöng óvild að baki málaferlunum en stundum reið ógæfan yfir fyrirvaralaust, líkt og í manndrápsmáli Ásmundar Þórðarsonar úr Skagafjarðarsýslu. Stjúpfaðir og stjúpdóttir voru sótt til saka fyrir barneignarbrot í Dalasýslu, virtur maður í Húnavatnssýslu hafðist sumarlangt við í skemmu eftir að hafa verið meinað um ábúð á eignarjörð sinni og annar ungur maður í sömu sýslu var gerður arflaus fyrir leti. Áfrýjunarferli margra þessara dómsmála til Yfirréttarins var óhefðbundin og starfssemi réttarins tók ýmsum breytingum á þessum árum. Yfirrétturinn á Íslandi var æðsta dómstig innanlands á tímabilinu 1563-1800.
Yfirrétturinn á Íslandi 4. bindi1733-1741
9.995 kr.
Lítið magn á lager